Sjóðir

Sjóðstjórar Arctica sjóða beita virkri stýringu við fjárfestingar sem felst í því að greina markaðsaðstæður og yfir/undirvigta eignaflokka og verðbréfaflokka innan þeirra heimilda sem fjárfestingarstefna kveður á um og nýta þannig þau tækifæri sem talið er að skili bestu ávöxtun á hverjum tíma

Ávöxtun miðað við

sl. mánsl. 3 mánsl. 6 máná árinusl. 1 ár
Vaxtabréf-----
Íslandsbréf-----

Ávöxtun er á ársgrundvelli fyrir tímabil sem er lengra en 1 ár.

Ávöxtun sem birt er í töflunni hér fyrir ofan er nafnávöxtun viðkomandi sjóðs að frádregnum kostnaði, svo sem umsýsluþóknun, viðskiptakostnaði og öðrum kostnaði sem reiknast inn í gengi sjóðsins á hverjum degi. Í ávöxtunarútreikningi er ekki tekið tillit til gjalda sem gætu komið til vegna kaupa eða innlausna í sjóðnum.

Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð.

Áhætta fylgir fjárfestingum í fjármálagerningum þar sem gengi þeirra getur sveiflast, lækkað jafnt sem hækkað. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér vel áhættur tengdar fjármálagerningum.

Vakin er athygli á því að sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta hafa rýmri heimildir til fjárfestinga en verðbréfasjóðir sem getur leitt til þess að meiri áhætta er fólgin í fjárfestingu í sérhæfðum sjóðum en í verðbréfasjóðum.