Íslandsbréf fjárfestir í hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöll Íslands og First North. Markmið sjóðsins er að skila hærri ávöxtun en OMX Iceland 15 CAP GI hlutabréfavísitalan.
Sjóðurinn hentar fyrir aðila sem vilja fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa og geta bundið eignirnar a.m.k. til þriggja ára, þar sem nokkrar sveiflur geta orðið á ávöxtun hans.
Helstu kostir
Góð eignadreifing hlutabréfa sem dregur úr sveiflum
Fjárfestir ekki í óskráðum hlutabréfum
Hægt að innleysa með tveggja daga fyrirvara
Ávöxtun
Eignaskipting
Fjárfestingarstefna
Íslandsbréf hefur heimild til að fjárfesta í hlutabréfum sem eru skráð í Kauphöll Íslands og First North á Íslandi og afleiðum með þau skráðu hlutabréf. Að auki hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í innlánum og peningamarkaðsgerningum fjármálafyrirtækja sem gefin eru út í íslenskum krónum.
Fjárfestingaheimildir
Fjárfestingarheimildir sjóðsins takmarkast við sundurliðun fjárfestinga samkvæmt neðangreindri töflu með tilgreindum vikmörkum (lágmark og hámark) og ákvæði laga nr. 45/2020:
Eignaflokkur | Stefna | Lágmark | Hámark |
Hlutabréf | 100% | 50% | 100% |
Peningamarkaðsgerningar og innlán fjármálafyrirtækja | 0% | 0% | 50% |
Afleiður | 0% | 0% | 40% |
Sjóðnum er heimilt að hámarki að binda allt að 20% af eignum sínum í verðbréfum, sem útgefin eru af sama útgefanda. En þó er heimilt að binda allt að 35% í einum útgefanda.
Nánari upplýsingar um fjárfestingarheimildir er að finna í útboðslýsingu sjóðsins.
Nánari upplýsingar um sjóðinn
Áður en þú kaupir í sjóðnum hvetjum við þig til að kynna þér vel upplýsingar um hann.
Viðbótarupplýsingar
Viðskiptatími | Virka daga kl. 9:00-13:00 |
Uppgjörstími | T+2 |
Áhættuflokkun | 4 af 7 |
Árleg umsýsluþóknun | Hámark 1,95% |
Árangurstengd þóknun | 20% umfram viðmið |
Kostnaður við kaup | Skv. gjaldskrá vörsluaðila |
Vörsluaðili sjóða | T Plús hf. |
Lágmarks kaup | 10.000 kr |
ISIN auðkenni | IS0000037166 |
Sjóðstjóri
Almennur fyrirvari
Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og er fjárfestum ráðlagt að kynna sér vel fjárfestingarstefnu, lykilupplýsingar og útboðslýsingu viðkomandi sjóðs áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Margvísleg atriði geta valdið verðlækkun á fjármálagerningum sem sjóður hefur heimild til að fjárfesta í og þar með á gengi hlutdeildarskírteina, s.s. ófyrirséðir atburðir og breytingar á efnahagsástandi, innanlands sem og erlendis. Þá kann gildandi löggjöf að vera breytt með þeim hætti að áhrif hafi á starfsemi viðkomandi sjóðs eða verðmæti fjárfestinga.
Um áhættu tengda fjármálagerningumvísast að öðru leyti til umfjöllunar hér.