Beiðnir um kaup eða innlausnir vegna hlutdeildarskírteina vaxtabréfa og Íslandsbréfa skulu berast vörsluaðila fyrir kl. 13:00, á viðskiptadegi og ber að greiða tveimur viðskiptadögum síðar (T+2).
Berist pöntun eftir þann tíma er hún afgreidd á næsta viðskiptadegi. Beiðnir um kaup í Stillu verða að berast vörsluaðila með a.m.k. tveggja viðskiptadaga fyrirvara fyrir mánaðarmót og beiðni um innlausn þarf að berast vörsluaðila með a.m.k. viku fyrirvara fyrir mánaðamót. Kaup og innlausnir ber að greiða tveimur viðskiptadögum eftir mánaðamót (T+2).
Almennar fyrirspurnir um sjóði má senda til Arctica sjóða á arcticasjodir@arcticasjodir.is
Viðskiptavinir geta keypt í sjóðum Arctica sjóða og varslað hlutdeildarskírteinin eða bréfin hjá sínum vörsluaðila, þ.e. sínum viðskiptabanka eða verðbréfafyrirtæki.