Vaxtabréf

Vaxtabréf fjárfestir í íslenskum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði, sveitarfélögum, opinberum stofnunum, fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum.

Sjóðurinn hentar fyrir aðila sem vilja fjárfesta í dreifðu safni innlendra skuldabréfa og geta bundið eignirnar a.m.k. til tveggja ára, þar sem nokkrar sveiflur geta orðið á ávöxtun hans.

Helstu kostir

  • Góð eignadreifing skuldabréfa sem dregur úr sveiflum

  • Fjárfestir ekki í óskráðum skuldabréfum

  • Hægt að innleysa með tveggja daga fyrirvara

Gengisþróun

Gengi Chart with Time Filters

Eignaskipting

Fjárfestingarstefna

Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði, sveitarfélögum, opinberum stofnunum, fjármálafyrirtækjum og fyrirtækjum. Að auki hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta í íslenskum innlánum fjármálafyrirtækja og öðrum peningamarkaðsgerningum.

Fjárfestingaheimildir

Fjárfestingarheimildir sjóðsins takmarkast við sundurliðun fjárfestinga samkvæmt neðangreindri töflu með tilgreindum vikmörkum (lágmark og hámark) og ákvæði laga nr. 45/2020:

EignaflokkurLágmarkHámark
Skuldabréf (íslensk)100%
Skuldabréf og víxlar með ábyrgð ríkissjóðs Íslands25%100%
Sértryggð skuldabréf0%50%
Peningamarkaðsgerningar og innlán fjármálafyrirtækja0%50%
Önnur skráð skuldabréf0%50%
Önnur skuldabréf fjármálafyrirtækja0%30%
Skuldabréf sveitarfélaga og opinberra stofnana og fyrirtækja0%30%
Skuldabréf og víxlar fyrirtækja0%20%

Sjóðnum er heimilt að hámarki að binda allt að 20% af eignum sínum í verðbréfum, sem útgefin eru af sama útgefanda. En þó er heimilt að binda allt að 35% í einum útgefanda.

Nánari upplýsingar um fjárfestingaheimildir er að finna í útboðslýsingu sjóðsins.

Nánari upplýsingar um sjóðinn

Áður en þú kaupir í sjóðnum hvetjum við þig til að kynna þér vel upplýsingar um hann.

Viðbótarupplýsingar

ViðskiptatímiVirka daga kl. 9:00-13:00
UppgjörstímiT+2
Áhættuflokkun2 af 7
Árleg umsýsluþóknunHámark 1,15%
Árangurstengd þóknunNei
Kostnaður við kaupSkv. gjaldskrá vörsluaðila
Vörsluaðili sjóðaT Plús hf.
Lágmarks kaup10.000 kr
ISIN auðkenniIS0000035863

Sjóðstjóri

Vanesa Hoti

Sjóðstjóri

Vanesa Hoti er sjóðstjóri hjá Arctica sjóðum.  Vanesa starfaði sem sérfræðingur í eignastýringu hjá Arctica Finance hf. frá árinu 2021 til 2022. Vanesa útskrifaðist með BSc-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands og hefur verðbréfaréttindi.

Almennur fyrirvari

Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og er fjárfestum ráðlagt að kynna sér vel fjárfestingarstefnu, lykilupplýsingar og útboðslýsingu viðkomandi sjóðs áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Margvísleg atriði geta valdið verðlækkun á fjármálagerningum sem sjóður hefur heimild til að fjárfesta í og þar með á gengi hlutdeildarskírteina, s.s. ófyrirséðir atburðir og breytingar á efnahagsástandi, innanlands sem og erlendis. Þá kann gildandi löggjöf að vera breytt með þeim hætti að áhrif hafi á starfsemi viðkomandi sjóðs eða verðmæti fjárfestinga.

Um áhættu tengda fjármálagerningum vísast að öðru leyti til umfjöllunar hér.