Arctica sjóðir

Arctica sjóðir hf. er sjálfstætt og óháð sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi sem býður upp á sjóði sem henta almennum fjárfestum sem og fagfjárfestum. Áralöng reynsla starfsmanna okkar af mörkuðum og ítarleg greiningarvinna gerir okkur kleift að ávaxta eignir þínar sem best að teknu tilliti til áhættu og ná þeim markmiðum sem þú setur.

Arctica sjóðir var stofnað árið 2021 og hóf rekstur á tveimur sjóðum það ár. Félagið rekur í dag fjóra sjóði og var með um 20 milljarða í stýringu í árslok 2024. Arctica sjóðir er dótturfélag Arctica eignarhaldsfélags ehf. Arctica sjóðir hefur fengið starfsleyfi frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og starfar undir eftirliti þess. Um starfsemi félagsins og sjóða í rekstri þess gilda m.a. lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.