Stjórn Arctica sjóða hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Stjórnin mótar almenna stefnu félagsins og sér um að rekstur, stýring sjóða og áhættustýring fari að reglum. Stjórnarmenn skulu uppfylla hæfisskilyrði laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Stjórn Arctica-sjóða leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum, en félaginu er þó ekki skylt samkvæmt lögum að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Félagið leitast þó við að hafa í heiðri þær kröfur sem leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út. Systurfélag Arctica sjóða, Arctica Finance hf., fer eftir leiðbeiningum þessum og gefur árlega út stjórnarháttayfirlýsingu og birtir opinberlega, sem og sjálfbærniskýrslu þar sem fjallað er m.a. um ófjárhagslegar upplýsingar. Arctica sjóðum sjálfum ber ekki skylda til að birta ófjárhagslegar upplýsingar sem vísað er til í 66. gr. d. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, en sætir að mörgu leyti sömu kröfum og systurfélag þess.
Ársreikningar
Ársreikningur félagsins skiptist í A hluta, sem sýnir afkomu og efnahagsreikning félagsins, og B hluta, sem sýnir sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta sem eru í rekstri félagsins.
Árs- og árshlutareikningar
Fjárhagsupplýsingar
Hér má finna fjárhagsupplýsingar Arctica sjóða, þ.e. ársreikninga og árshlutareikninga félagsins.
Lykiltölur íþúsundum króna
2023 | 2022 | 2021 | |
Rekstrartekjur | 24.123 | 23.896 | 10.386 |
Rekstrargjöld | 56.300 | 23.158 | 12.609 |
Hagnaður/ (tap) eftir skatta | (26.273) | 200 | (1.292) |
31.12.2023 | 31.12.2022 | 31.12.2021 | |
Eigið fé | 31.609 | 15.883 | 15.708 |
Eiginfjárhlutfall * | 18,0% | 21,9% | 43,1% |
*skv. ákvæðum lagaum fjármálafyrirtæki, lágmark 8%
Reglur, samþykktir og stefnur
Arctica sjóðir hf. hefur samþykkt að sjóðir í rekstri þess skuli leitast við að fjárfesta með ábyrgum hætti og um leið beita áhrifum sínum til að útgefendur þeirra fjármálagerninga sem sjóðir þess fjárfesta í, fylgi góðum stjórnarháttum og séu ábyrgir félagslega og umhverfislega.
Sjálfbær þróun og ábyrgar fjárfestingar
Sjálfbær þróun snýr að þremur meginstoðum þ.e. efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þar sem gerð er krafa um jafnvægi milli stoðanna. Ábyrgar fjárfestingar eru mikilvægur hluti af sjálfbærri þróun þar sem þær fela í sér að við fjárfestingarákvarðanir er ekki eingöngu tekið mið af fjárhagslegum þáttum heldur sé einnig horft til umhverfisþátta, félagsþátta og stjórnarhátta þ.e. UFS (e. ESG). Við fjárfestingarákvarðanir er metið sem svo að fjárhagsleg markmið og ábyrg markmið séu samræmanleg og stuðli að bættum hag fjárfesta.
Stefna Arctica sjóða um ábyrgar fjárfestingar byggir á samfélagssáttmála Sameinuðu þjóðanna (e. UN Global Compact), heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Sustainable Development Goals) og alþjóðlegum meginreglum um ábyrgar fjárfestingar (e. United Nations Principles for Responsible Investments – UNPRI).
Tilgangur stefnu
Tilgangur stefnu þessarar er að skýra verklag og setja fram viðmið Arctica sjóða við ábyrgar fjárfestingar. Leitast er við að hafa áhrif á stjórnendur fyrirtækja, draga úr áhættu og minnka tapsáhættu af fjárfestingum með beitingu stefnu þessarar. Arctica sjóðir telja að fyrirtæki sem starfa í sátt við haghafa sína, eru samfélagslega ábyrg og hafa sett sér og fylgja stefnu um sjálfbæra þróun munu vegna betur og skila betri arðsemi til lengri tíma litið en samkeppnisaðilar sem gera það ekki, auk þess að áhætta tengd rekstri þeirra félaga verði minni.
Markmið og áherslur
Sjóðir í rekstri hafa fyrir fram ákveðna fjárfestingarstefnu og fjárfestingamarkmið um eignasafn sem sjóðsstjóri skal fylgja. Auk þess skal sjóðstjóri leitast við að hámarka ávöxtun viðkomandi sjóðs að teknu tilliti til áhættu.
Til þess að ná markmiðum um ábyrgar fjárfestingar munu starfsmenn Arctica sjóða horfa til og leitast við að fylgja sex meginreglum UN PRI um ábyrgar fjárfestingar:
Aðferðafræði og framkvæmd
Starfsmenn Arctica sjóða eru meðvitaðir um að fjárfestar séu í auknum mæli farnir að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum og hafa væntingar til að aðilar sem stýra eignum í þeirra umboði horfi til UFS-þátta við fjárfestinga- og lánaákvarðanir. Arctica sjóðir hafa mótað ferli við innra mat á UFS-þáttum útgefenda þar sem stuðst er við spurningarlista sem og önnur viðeigandi gögn.
Við þróun á aðferðafræði við ábyrgar fjárfestingar voru m.a. UFS leiðbeiningar Nasdaq, útgefnar í febrúar 2020, hafðar til hliðsjónar og má sjá hér í töflu.
Aðferðafræði sjóðanna má skipta í þrennt:
1. Fjárfestingaferli
2. Könnun á UFS þáttum hjá útgefendum verðbréfa sjóðsins
3. Skýrslugerð
Endanleg ákvörðun um fjárfestingu ræðst af því hvort könnun á UFS-þáttum útgefenda samkvæmt mati sjóðstjóra bendi til þess að fjárfestingu fylgi of mikil áhætta fyrir hagaðila, þ.e. sjóðinn, eigendur hans, Arctica-sjóði og aðra. Leitast verður eftir því að útgefendur taki upp ferla og stefnur sem uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð og verður UFS-matið endurskoðað meðan á fjárfestingu stendur.
Aðferðafræði og framkvæmd ábyrgra fjárfestinga er í sífelldri þróun sem verður endurskoðuð og uppfærð eftir því sem talin er ástæða til.
Útilokun fjárfestinga
Við fjárfestingaferli og ferli lánveitinga útiloka Arctica sjóðir að fjárfesta í atvinnugeirum sem stangast á við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á það aðallega við um erlenda útgefendur, en varðar innlenda útgefendur einnig. Fjárfestingar í fjármálagerningum útgefnum af fyrirtækjum sem ekki fylgja alþjóðlegum samningum eru því útilokaðar, svo sem
Eigendastefna
Markmið með stefnu um ábyrgar fjárfestingar er að stuðla að umhverfisvernd, betri félagsaðstæðum og bættum stjórnarháttum. Arctica sjóðir munu hvetja stjórnendur fyrirtækja til að innleiða þessa þætti í starfsemi sína og til að gera enn betur í þeim málum sem hafin eru.
Upplýsingagjöf vegna áhættu tengdrar sjálfbærni
Gagnsæi í áhættustefnu um sjálfbærni (3. gr. SFDR)
Á grundvelli laga nr. 25/2023, um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, hefur reglugerð ESB nr. 2019/2088, um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu, (SFDR) verið innleidd.
Samkvæmt 3. gr. SFDR skulu aðilar á fjármálamarkaði birta á heimasíðu upplýsingar um stefnur sínar um hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvörðunartökuferli þeirra. Þá skulu fjármálaráðgjafar birta á heimasíðu upplýsingar um stefnur sínar um hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarráðgjöf þeirra. Arctica sjóðir falla undir skilgreiningu á aðila á fjármálamarkaði, en sinnir ekki fjárfestingarráðgjöf og telst því ekki vera fjármálaráðgjafi með vísan til framangreinds.
Áhætta tengd sjálfbærni er „atburður eða ástand á sviði umhverfismála, félagsmála eða stjórnarhátta sem gæti, ef hann gerist, haft raunveruleg eða hugsanlega veruleg neikvæð áhrif á virði fjárfestingarinnar“ samanber 22. tölul. 2. gr. SFDR.
Eins og fram kemur að ofan þá hafa Arctica sjóðir sett sér stefnu er tekur á ábyrgum fjárfestingum og er efni stefnunnar í textanum hér að ofan.
Að öðru leyti en að framan er lýst þá hefur formlegt samræmt mat á UFS-þáttum við mat á fjárfestingarkostum ekki verið innleitt að fullu, en aftur á móti er tekið tillit til þeirra upplýsinga um sjálfbærniþætti sem liggja fyrir við almennt mat fjárfestingarkosta.
Arctica sjóðir mun halda áfram að vinna að innleiðingu SFDR í starfsemi félagsins.
Gagnsæi í tengslum við neikvæð áhrif á sjálfbærni á einingastigi (e. Principal Adverse Impact on sustainability factors, PAI) (4. gr. SFDR)
Sjálfbærniþættir eru „umhverfis-, félags- og starfsmannatengd mál, virðing fyrir mannréttindum og mál sem varða baráttuna gegn spillingu og mútum“ samanber 24. tölul. 2. gr. SFDR. Með helstu neikvæðu áhrifum er almennt átt við þau neikvæðu áhrif sem fjárfestingarákvörðun getur haft á ofangreinda þætti.
Fjárfestingar á fjármálamarkaði eru almennt í fjármálagerningum útgefnum af fyrirtækjum, opinberum aðilum og öðrum útgefendum. Starfsemi þessara útgefenda hefur óhjákvæmilega áhrif á sjálfbærni sem varða fjárhagslega þætti, umhverfisþætti og félagslega þætti (UFS). Áhrifin geta verið neikvæð og/eða jákvæð.
Samkvæmt 4. gr. SFDR skulu aðilar á fjármálamarkaði birta og uppfæra á heimasíðu upplýsingar um hvort þeir taki tillit til helstu neikvæðu áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti, yfirlýsingu um stefnur um áreiðanleikakönnun að því er varðar þessi áhrif, að teknu tilliti til stærðar þeirra, eðlis og umfangs starfsemi þeirra og þeirra gerða fjármálaafurða sem þeir veita. Ef þeir taka ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti skal einnig upplýsa um það og tilgreina skýrar ástæður fyrir því hvers vegna þeir gera það ekki, þ.m.t., ef við á, upplýsingar um hvort og hvenær þeir hyggjast taka tillit til slíkra neikvæðra áhrifa. Aðilum sem fara yfir viðmið um 500 starfsmenn eða móðurfélag stórrar samstæðu sem fer yfir viðmið um 500 starfsmenn er skylt að birta framangreindar upplýsingar. Arctica sjóðir falla ekki undir þessi viðmið, hvorki sem aðili né móðurfélag í samstæðu.
Að öðru leyti en kemur fram að framan, þá taka Arctica sjóðir sem stendur ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti. Athugun á neikvæðum áhrifum fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti krefst endurnýjunar á gildandi innri ferlum, aukinnar gagnasöfnunar og mælinga ásamt ófjárhagslegum upplýsingum félaga og útgefenda sem fjárfest er í.
Þessir ferlar hafa enn ekki verið þróaðir og telja Arctica sjóðir sig ekki geta framkvæmt hæfilegt mat á neikvæðum áhrifum fjárfestinga á sjálfbærniþætti, umfram það sem að framan greinir, á meðan ófjárhagslegar upplýsingar eru enn af skornum skammti og gæði þeirra oft og tíðum ófullnægjandi. Er unnið að því að meta hvernig standa eigi að söfnun og vöktun gagna til að meta neikvæð áhrif fjárfestinga á sjálfbærniþætti eftir stærð og tegund útgefenda og mismunandi fjármálagerningum, fjármálaafurðum og fjárfestingarstefnum.
Fylgst verður með áframhaldandi þróun á regluverki tengdu sjálfbærni. Samhliða því munu Arctica sjóðir leitast við að þróa ferla þegar fram líða stundir, sem gera félaginu kleift að safna og mæla helstu neikvæðu áhrif sjálfbærniþátta eftir því sem aðgengi að gögnum eykst og upplýsingagjöf batnar.
Gagnsæi starfskjarastefnu í tengslum við hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn (5. gr. SFDR)
Samkvæmt 5. gr. SFDR skulu aðilar á fjármálamarkaði og fjármálaráðgjafar hafa upplýsingar í starfskjarastefnu sinni um hvernig sú stefna samræmist innfellingu áhættu tengdri sjálfbærni og birta þær upplýsingar á heimasíðu sinni.
Í starfskjarastefnu Arctica sjóða kemur fram að hún miði að því að félagið sé samkeppnishæft og eftirsóknarverður kostur fyrir hæft og framúrskarandi starfsfólk, og þar með tryggja samkeppnishæfni félagsins, framþróun og viðunandi arðsemi. Starfskjarastefnunni er ætlað að stuðla að heilbrigðum rekstri til lengri tíma litið og hvetja ekki til óeðlilegrar áhættusækni. Áhersla er lögð á að starfskjör séu samkeppnishæf en þó ekki leiðandi og við ákvörðun um starfskjör skuli horft til ábyrgðar og starfsreynslu. Í starfskjarastefnu felast jafnframt markmið um að traust ríki um stjórn og starfsemi félagsins, að félagið fylgi góðum stjórnarháttum og sýni af sér samfélagslega ábyrgð. Markmiðið er jafnframt að hugað sé að orðspori og trúverðugleika félagsins, og að starfað sé í samræmi við þau viðmið, gildi og viðskiptasiðferði sem eðlilegt er að gildi um rekstraraðila sérhæfðra sjóða á Íslandi.
Í gildandi starfskjarastefnu er ekki vikið að því hvernig stefnan tekur á áhættu tengdri sjálfbærni. Það er mat Arctica sjóða að framangreind ákvæði og önnur ákvæði stefnunnar styðji við hóflega áhættutöku og þá menningu að horft sé til sjálfbærniáhættu í starfsemi félagsins og sjóðanna. Hins vegar er miðað við að ákvæði með beinni tilvísun til sjálfbærni verði sett inn í starfskjarastefnu félagsins á næsta aðalfundi félagsins vorið 2025.
Gildandi starfskjarastefna Arctica sjóða er aðgengileg hér.