Sérhæfðir sjóðir fyrir fagfjárfesta

Arctica sjóðir rekur tvo sérhæfða sjóði fyrir fagfjárfesta, STILLA slhf. og HEIM slhf.

Sérhæfðir sjóðir fyrir fagfjárfesta („fagfjárfestasjóðir“) eru áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóðir og sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta. Slíkir sérhæfðir sjóðir geta m.a. haft heimild til að beita vogun við fjárfestingar eða að innlausn hluta úr sjóðnum sé takmarkaðri en í öðrum sjóðum.

Fagfjárfestasjóðir eru því lokaðir fyrir almenna fjárfesta. Fjárfestir sem býr yfir reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að taka sjálfur ákvarðanir um fjárfestingar og meta áhættuna sem þeim fylgir telst fagfjárfestir, enda uppfylli hann skilyrði sem kveðið er á um í 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga.  Einnig getur fjárfestir sótt um að flokkast sem fagfjárfestir, sbr. 54. gr. sömu laga, enda uppfylli hann ákveðin skilyrði.

Markmið sjóðsins er að ávaxta fjármuni með fjárfestingum í íslenskum fjármálagerningum og nýta þau tækifæri sem sjóðstjóri telur skila bestu ávöxtun á hverjum tíma. Til að ná markmiðum sínum hefur sjóðurinn víðtækar heimildir innan afmarkaðrar fjárfestingarstefnu.

STILLA er góður kostur fyrir fagfjárfesta sem vilja nýta sér kosti vogunar og þola töluverðar sveiflur á verðmæti eigna.
Sjóðurinn fjárfestir í skráðum skuldabréfum sem upphaflega voru útgefin af Heimavöllum hf. sem eru með veði í fasteignatryggðum seljendalánum til Íveru ehf. (áður Heimstaden ehf.) Sjóðurinn er fyrir fagfjárfesta og er lokaður, þ.e. ekki opinn fyrir fjárfestum.