STILLA

STILLA slhf. er sérhæfður sjóður og er einungis opinn fagfjárfestum.

Markmið sjóðsins er að ávaxta fjármuni með fjárfestingum í íslenskum fjármálagerningum og nýta þau tækifæri sem sjóðsstjóri telur skila bestu ávöxtun á hverjum tíma. Til að ná markmiðum sínum hefur sjóðurinn víðtækar heimildir innan afmarkaðrar fjárfestingarstefnu.

STILLA er góður kostur fyrir fagfjárfesta sem vilja nýta sér kosti vogunar og þola töluverðar sveiflur á verðmæti eigna.

Fjárfestingarstefna

Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í fjármálagerningum sem teknir hafa verið til viðskipta á Íslandi, og einnig fjármálagerningum sem teknir hafa verið til viðskipta erlendis ef sömu fjármálagerningar hafa einnig verið teknir til viðskipta á Íslandi, eða skráðir á markaðstorg fjármálagerninga (MTF) á Íslandi, í báðum tilvikum með viðskiptavakt. Þá hefur sjóðurinn líka heimild til að eiga viðskipti með gjaldeyri í viðskiptum sem tengjast íslensku krónunni, hvort sem er beint (e. spot) eða með afleiðuviðskiptum.

Sjóðurinn hefur heimild til vogunar, s.s. með lántöku eða afleiðum (þ.m.t. valréttum, framvirkum samningum, skiptasamningum og samningum um skortsölu og gnóttstöðu, skráðum eða óskráðum), ef undirliggjandi fjármálagerningar falla að öðru leyti undir fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Sjóðstjóri

ValdimarArmann

Valdimar Ármann

Fjárfestingastjóri

Valdimar hefur langa reynslu af fjármálamörkuðum og hóf störf árið 1999 hjá Búnaðarbankanum Verðbréf og starfaði hjá ABN AMRO Bank árin 2003-2009, fyrst í London í verðbólgutengdum afurðum en síðan í New York sem forstöðumaður verðbólgutengdra afurða í Bandaríkjunum. Valdimar starfaði síðan hjá GAMMA Capital Management frá árinu 2009 fyrst sem sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri sjóða og síðar 2017-2019 sem forstjóri félagsins. Valdimar starfaði hjá Arctica Finance í markaðsviðskiptum og sem forstöðumaður eignastýringar frá árinu 2020 til 2023.

Valdimar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá ICMA Centre, University of Reading í Bretlandi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur ritað fjölda greina og tekið þátt í skýrslugerð og ráðstefnum ásamt því að hafa verið aðjúnkt í Háskóla Íslands 2014-2018 og kenndi þar námskeiðið Skuldabréf í Mastersnámi.

Vanesa Hoti

Sjóðstjóri

Vanesa Hoti er sjóðstjóri hjá Arctica sjóðum.  Vanesa starfaði sem sérfræðingur í Eignastýringu hjá Arctica Finance hf. frá árinu 2021 til 2022. Vanesa útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál, frá Háskóla Íslands og hefur verðbréfaréttindi.

Viðskipti með sjóðinn

Sjóðurinn er einungis opinn fagfjárfestum og eru kaup og innlausnir heimilar á síðasta viðskiptadegi hvers mánaðar. Beiðni um kaup skulu berast sjóðnum með a.m.k. tveggja viðskiptadaga fyrirvara fyrir mánaðarmót og beiðni um innlausn þarf að berast sjóðnum með a.m.k. viku fyrirvara fyrir mánaðamót. Uppgjör viðskipta fer fram tveimur dögum eftir viðskiptadag.

Nánari upplýsingar um sjóðinn
Upplýsingar um sjóðinn veitir sjóðstjóri.

Almennur fyrirvari

Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og er fjárfestum ráðlagt að kynna sér vel fjárfestingarstefnu, lykilupplýsingar og útboðslýsingu viðkomandi sjóðs áður en ákvörðun umfjárfestingu er tekin. Margvísleg atriði geta valdið verðlækkun á fjármálagerningum sem sjóðir hefur heimild til að fjárfesta í og þar með á gengi hlutdeildarskírteina, s.s. ófyrirséðir atburðir og breytingar á efnahagsástandi, innanlands sem og erlendis. Þá kann gildandi löggjöf að vera breytt með þeim hætti að áhrif hafi á starfsemi viðkomandi sjóðs eða verðmæti fjárfestinga.

Um áhættu tengda fjármálagerningum vísast að öðru leyti til umfjöllunar hér.