Starfsfólk

FridrikMagnusson

Friðrik Magnússon

Framkvæmdastjóri

Friðrik Magnússon er framkvæmdastjóri Arctica sjóða. Friðrik var forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance frá 2010 til 2020. Friðrik hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1994 sem framkvæmdastjóri verðbréfasjóða Íslandsbanka, deildarstjóri og sjóðstjóri í eignastýringu Íslandsbanka, sérfræðingur í einkabankaþjónustu Íslandsbanka og Glitnis banka og sem sérfræðingur í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Friðrik er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands (1994), með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2010) auk verðbréfaréttinda.
ValdimarArmann

Valdimar Ármann

Fjárfestingastjóri

Valdimar hefur langa reynslu af fjármálamörkuðum og hóf störf árið 1999 hjá Búnaðarbankanum Verðbréf og starfaði hjá ABN AMRO Bank árin 2003-2009, fyrst í London í verðbólgutengdum afurðum en síðan í New York sem forstöðumaður verðbólgutengdra afurða í Bandaríkjunum. Valdimar starfaði síðan hjá GAMMA Capital Management frá árinu 2009, fyrst sem sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri sjóða og síðar 2017-2019 sem forstjóri félagsins. Valdimar starfaði hjá Arctica Finance í markaðsviðskiptum og sem forstöðumaður eignastýringar frá árinu 2020 til 2023.

Valdimar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í fjármálaverkfræði frá ICMA Centre, University of Reading í Bretlandi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur ritað fjölda greina og tekið þátt í skýrslugerð og ráðstefnum ásamt því að hafa verið aðjúnkt í Háskóla Íslands 2014-2018 og kenndi þar námskeiðið Skuldabréf í mastersnámi.

Vanesa Hoti

Sjóðstjóri

Vanesa Hoti er sjóðstjóri hjá Arctica sjóðum.  Vanesa starfaði sem sérfræðingur í eignastýringu hjá Arctica Finance hf. frá árinu 2021 til 2022. Vanesa útskrifaðist með BSc-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands og hefur verðbréfaréttindi.
ThorirOrnIngolfsson

Þórir Örn Ingólfsson

Áhættustjóri

Þórir Örn Ingólfsson er áhættustjóri Arctica sjóða. Þórir starfaði sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Williams & Halls frá 2020-2023 og sem framkvæmdastjóri Calco Consulting frá 2010. Þórir var yfirmaður áhættustýringar Landsbankans hf. árin 2008–2010 og forstöðumaður áhættustýringar hjá Landsbanka Íslands hf. á árunum 1998–2008. Þórir lauk C.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og M.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet árið 1997 og er að auki með verðbréfaréttindi.